Skilmálar Jóa Útherja – Netverslun
1. Almenn atriði
Við hvetjum alla viðskiptavini til að kynna sér skilmálana áður en verslað er á netverslun Jóa Útherja (www.joiutherji.is).
Með því að nota síðuna samþykkir viðskiptavinur skilmálana eins og þeir eru á hverjum tíma. Jói Útherji áskilur sér rétt til að breyta þeim án fyrirvara.
2. Verð
Öll verð eru með virðisaukaskatti. Verð geta breyst án fyrirvara og prentvillur eða villur í verðlagningu geta komið upp. Við áskiljum okkur rétt til að hafna pöntunum vegna slíks.
3. Vörur til einkanota
Allar vörur í netverslun eru eingöngu ætlaðar til persónulegra nota. Endursala án leyfis er óheimil.
4. Upplýsingar um vörur
Við reynum að birta réttar upplýsingar og myndir af vörum. Litamunur eða minniháttar frábrigði geta þó komið upp.
5. Greiðslumöguleikar
Greitt er með greiðslukorti eða Netgíró. Eigendarréttur fylgir Jóa Útherja þar til greiðsla hefur verið staðfest.
6. Afhending og sendingar
Pöntunum er sinnt eins fljótt og auðið er.
Dropp sér um samdægurs sendingar á höfuðborgarsvæðinu ef pantað er fyrir kl. 14.
Sendingargjald bætist við pöntun undir þeirri fjárhæð.
Pantanir utan höfuðborgarsvæðis taka 1–2 virka daga.
Vörur merktar “væntanlegar” eru venjulega tilbúnar innan 3–10 daga.
*Afhendingarmöguleikar fara eftir póstnúmeri.
7. Skilafrestur
Skilaréttur er 14 dagar frá því vara er tilbúin til afhendingar. Skila þarf ónotaðri vöru, í upprunalegu ástandi með verðmiða og umbúðum. Viðskiptavinur greiðir fyrir sendingu við skil.
8. Gallaðar vörur
Ef vara er gölluð bjóðum við upp á viðgerð, skipti, afslátt eða endurgreiðslu. Vísað er í neytendakaupalög nr. 48/2003.
9. Persónuvernd
Við öflum nauðsynlegra upplýsinga til að ljúka pöntun: nafn, heimilisfang, sími, netfang o.fl.
Við deilum aðeins upplýsingum með þjónustuaðilum (t.d. greiðslumiðlun, sendingar) þegar nauðsyn krefur.
Öll meðferð fer fram samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018.
Við notum einnig myndavélaeftirlit í verslunum, upptökur eru geymdar í allt að 90 daga.
Greiðsluupplýsingar fara í gegnum örugga greiðslusíðu.
10. Vafrakökur
Við notum vefkökur (cookies) til að bæta upplifun og rekja hegðun á síðunni. Með því að nota síðuna samþykkir þú notkun þeirra. Hægt er að stilla vafra til að hafna kökum en sumar aðgerðir gætu þá takmarkast.
11. Lög og varnarþing
Um skilmálana gilda íslensk lög. Mál sem kunna að rísa vegna þeirra skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjaness
Almennar upplýsingar:
Útherji ehf.
Kt: 590299-2009
Ármúli 36, 108 Reykjavík
Sími: 588-1560
Netfang: [email protected]
